Fréttir á KR.is

Bókasafnið stóð undir nafni

📁 Fréttir á KR.is, Körfuknattleiksdeild 🕔10.April 2017
Baráttan heldur áfram í undanúrslitum Dominosdeildar karla. Annað kvöld (þriðjudag) í TM-Höllinni fer fram leikur 4 gegn Keflavík. KR leiða einvígið 2-1 eftir sannfærandi heimasigur síðasta föstudag. Bókasafnið í vesturbænum stóð undir nafni og yfirgnæfði stuðningsfólk Keflavíkur. Það verður 17. Júní stemmning í TM-Höllinni annað kvöld og ánægjulegt að fá að taka þátt í þeim hátíðarhöldum.
Rúta Game 4
Það er ljóst að okkar menn ætla sér að klára seríuna annað kvöld enda bíða grjótharðir Grindvíkingar eftir úrslitunum sjálfum en Grindavík gerðir sér lítið fyrir og sópaði meistaraefnum Stjörnunnar mjög sannfærandi.
Alvogen koma enn og aftur sterkir inn og bjóða far á leikinn. Brottför frá KR kl 17:30 og fyrstir koma fyrstir fá.
Sjáumst í TM-Höllinni!
ÁFRAM KR!
Deila þessari grein

Tengdar greinar

Auka aðalfundur körfu 22.júní

Auka aðalfundur körfu 22.júní

Samþykkt var á aðalfundi Körfuknattleiksdeildar KR 6. mars síðastliðinn að halda aukaaðalfund að loknu keppnistímabilinu.  Hér með er til hans

Lesa meir