Körfuknattleiksdeild

Bumban Íslandsmeistarar 2019

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔11.May 2019

KR Bumbumenn toppuðu frábæran vetur með því að vinna Val B í úrslitaleik B-liða 86-81. Fimm leikmenn voru yfir tíu stigum í öflugri liðsheild.

Valsmenn hófu leikinn betur en góðar skiptingar þjálfara Bumbumanna snéru leiknum enda valinn maður í hverju horni í þessu Bumbuliði. Valsmenn komust 6-11 yfir og þá er gott að eiga einn Pálma Frey sem smellti niðurþtemur þridtum í röð eftir góðan samleik. Sveinn Blöndal var magnaður og mataði sína menn. Bumbumenn leiddu 21-19 eftir fyrsta leikhluta.

Bumbumenn seldu sig dýrt og voru flautaðar U-villur á menn fyrir saklausa hluti. Það var klárt að Bumbumenn ætluðu ekki að láta litla liðið vera eitthvað merkilegri með dollu í húsi. Í stöðunni 25-27 fyrir Val og Þorgrímur Guðni var farinn að horfa full mikið á bikarinn kom gott áhlaup Bumbumanna 10-0 og öll spil komin á hendur herra Ermolinski. Menn komu öflugir af bekknum og náðu mest 12 stiga forystu 44-32 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en Valsmenn löguðu stöðuna með síðustu  fjórum stigum hálfleiksins og leiddu Bumbumenn 44-36 í hálfleik.

Í upphafi þriðja leikhluta kviknaði á fallbyssu Bumbumanna Óla Ægis sem dúndraði niður snögglega þremur þristum og okkar menn aftur 12 stigum yfir. Mestur varð munurinn 15 stig en staðan eftir þrjá leikhluta var 70-56. Finnur Atli og Siggi komu öflugir inn og KR-liðið 16 stigum yfir þegar að um 1:30 voru eftir af leiknum, Þjálfi skellti í heiðursskiptingu fyrir einvaldinn og fleiri en þá vöknuðu Valsmenn. Röðuðu niður skotum og skyndilega munurinn orðin 83-78 og svo 85-81. Gott leikhlé róaði öldurnar og Bumbumenn innsigliðu frábæran vetur á 86-81 sigri.

Gaman er að horfa á liðið sem kann leikinn vel og spilar af mikilli ástríðu. Pavel hefur góða stjórn á stórstjörnum liðsins og allir kátir. Liðið klárlega það besta í vetur.

Stigaskor Bumbunnar: Sigurður Þorvaldsson 16 stig, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Ólafur Már Ægisson 12, Skarphéðinn Freyr Ingason 11, maður leiksins Sveinn Blöndal 11, Finnur Atli Magnússon 8, fyrirliðinn Guðmundur Þór Magnússon 4, Ellert Arnarson 4, Einvaldurinn Jóhannes Árnason 3, Hjalti Kristinsson 3, Matthías Ásgeirsson.

Hjá Vali var stigaskorið svona: Benedikt Blöndal 30 stig, Ástþór Svalason 16, Oddur Pétursson 12, Illugi Auðuns 12, Friðrik Þjálfi Stefánsson 4, Sigurður Páll Stefánsson 3, Snjólfur Björnsson 2 og Bergur Ástráðsson 2.

Deila þessari grein

Tengdar greinar

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

Úrslitakeppnin í Unglingaflokki karla fer fram um næstu helgi 17-19 maí og verður leikið í Mustad-Höllinni í Grindavík. KR-ingar sigruðu Keflavík/Grindavík

Lesa meir