Körfuknattleiksdeild

Darri Hilmarsson var nú á dögunum valin Íþróttamaður KR.

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔10.May 2017
Darri Hilmarsson hóf að æfa með KR 10 ára að aldri. Darri er einn af okkar uppöldnu leikmönnum. Hann hefur spilað yfir 340 leiki með meistaraflokki karla og varð fyrst Íslandsmeistari með þeim 2007.  Titilunum átti eftir að fjölga og hefur hann orðið íslandmeistari með meistaraflokknum alls 6 sinnum, árin 2007,2009,2014,2015,2016,og nú síðast fyrir um 10  dögum tók Darri þátt í að skrifa söguna sem fyrsta liðið frá því að úrvalsdeild karla var stofnuð með 8 liða úrslitakeppni til að vinna 4 titla í röð  Einnig hefur Darri orðið bikarmeistari með meistaraflokknum árin 2016 og 2017. Á unga aldri vann hann fjölda titla með yngri flokkunum, bæði Bikar og Íslandsmeistaratitla og á mörg hundruð leiki að baki með þeim. Darri er einn af okkar traustustu leikmönnum.  Hann er fyrirmynd yngri leikmanna þar sem hann er duglegur að æfa, hugsar vel um sig og ætlast til mikils af sér gerir sömu kröfur til  og annara leikmanna.
Til hamingju Darri og KR!
Deila þessari grein