Fréttir á KR.is

Deildarkeppnin hefst á fimmtudag

📁 Fréttir á KR.is, Körfuknattleiksdeild, Meistaraflokkur karla 🕔03.October 2017
KR hefur leik í Dominos deild karla gegn Njarðvík á fimmtudaginn. Það er mikil tilhlökkun yfir komandi tímabili og ljóst að deildin verður jafnari en oft áður og fleiri lið sem ætla sér stóra hluti í ár. Það þarf ekkert að fara sérstaklega yfir árangur KR undanfarin ár enda ljóst að liðið hefur haft mikla yfirburði og titlarnir margir. Einmitt þessvegna ætla öll lið að gera allt sem í þeirra valdi stendur til koma liðinu af þeim stalli sem liðið hefur verið á. Það er því gríðarlega mikilvægt að DHL-Höllin haldi áfram að vera það vígi sem hún hefur verið og með miklum stuðningi og góðri mætingu í vetur er okkur allir vegir færir. Vinnum þetta saman eins og undanfarin ár innan vallar sem utan!
KR-NJARÐVIK-WEB
BBQ frá 18:00.
ÁFRAM KR!
Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sigur á Godella á Spáni

Sigur á Godella á Spáni

KR sigur í æfingaleik gegn Godella. Strákarnir mættu spænska liðinu Godella í kvöld þar sem KR-ingar leiddu allan leikinn og sigruðu

Lesa meir