Körfuknattleiksdeild

Drengjaflokkur fá ÍR-inga í heimsókn í kvöld

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔08.May 2019

8-liða úrslitin í drengjaflokki fara fram í kvöld og eru mótherjarnir ÍR, leikurinn hefst klukkan 19:30.

Liðin hafa mæst þrisvar í vetur, ÍR-ingar sigruðu leikinn í DHL-Höllinni sem fram fór í Október 65:74 en í Nóvember sigruðu KR-ingar leikinn í Seljaskóla 71-79. Þriðji og síðasti leikur liðanna fór fram í Seljaskóla þar sem KR höfðu nauman sigur 86:89. Það verður hart barist í kvöld en Gunnar Steinþórsson leikur ekki með vegna meiðsla.

Sigurliðið í kvöld mætir Þór Akureyri í undanúrslitum í Origo-Höllinni að Hlíðarenda á föstudag.

Mætum og styðjum strákanna til sigurs.

Deila þessari grein

Tengdar greinar

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

Úrslitakeppnin í Unglingaflokki karla fer fram um næstu helgi 17-19 maí og verður leikið í Mustad-Höllinni í Grindavík. KR-ingar sigruðu Keflavík/Grindavík

Lesa meir