Körfuknattleiksdeild

Drengjaflokkur sigruðu ÍR og leika gegn Þór Akureyri í undanúrslitum

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔09.May 2019

Strákarnir í Drengjaflokki léku í 8-liða úrslitum gegn ÍR í DHL-Höllinni í gærkvöldi þar sem þeir sigruðu 91-70, staðan í hálfleik var 43-36 KR í vil. Þorvaldur Orri Árnason var stigahæstur í jöfn liði KR með 24 stig.

Leikir þessara liða hafa verið spennandi fyrir utan fyrsta leik liðanna þegar að ÍR unnu sannfærandi, hina tvo unnu KR í jöfnum leikjum.

KR-ingar hófu leikinn af krafti og komust yfir 10-2 þegar að ÍR tóku leikhlé, leikurinn jafnaðist en KR-ingar voru ávallt skrefinu á undan KR-ingar leiddu 18-15 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta kveiknaði í Alexandri Óðni sem raðaði niður þriggja stiga körfum og KR komust tíu stigum yfir. ÍR liðið er vel mannað og þeir minnkuðu muninn í sjö stig fyrir lok hálfleiksins og staðan 43-36.

Í þriðja leikhluta voru ÍR-ingar sterkari þar sem KR fóru illa með góðar sóknir og staðan eftir þrjá leikhluta 57-56 KR í vil. Í upphafi fjórða leikhluta léku KR hörku vörn og Veigar Már skoraði 5 stig á stuttum tíma, KR komnir í 64-56, en áhlaup KR í upphafi fjórða leikhluta 14-2 skilaði þeim 71-58 eftir 5 mínútna leik. ÍR-ingar urðu pirraðir og KR-ingar sigldu öruggum sigri heim og sæti í undanúrslit Íslandsmótsins. Lokatölur 91-70.

Eftir leik var Ólafi Gunnlaugssyni leikmanni ÍR vikið úr húsi fyrir mótmæli við dómara leiksins.

Stigaskor KR í leiknum: Þorvaldur Orri Árnason 22 stig og 10 fráköst, Alexander Óðinn Knudsen 22 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar, Óli Gunnar Gestsson 15 stig og 7 fráköst, Veigar Már Helgason 10 stig, Sveinn Búi Birgisson 8 stig og 7 fráköst, Tristan Gregers Oddgeirsson 8 stig og 7 fráköst, Ísar Freyr Jónasson 2 stig, Daníel Spanó 2 stig, Sævar Sævarsson 0.

KR mætir efsta liðinu Þór Akureyri í undanúrslitum í Origo-Höllinni Laugardaginn 11. maí klukkan 17:50. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Fjölnis og Stjörnunar klukkan 16:00.

Mynd: Strákarnir eftir leikinn gegn ÍR

Deila þessari grein

Tengdar greinar

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

Úrslitakeppnin í Unglingaflokki karla fer fram um næstu helgi 17-19 maí og verður leikið í Mustad-Höllinni í Grindavík. KR-ingar sigruðu Keflavík/Grindavík

Lesa meir