Körfuknattleiksdeild

Drengjaflokkur töpuðu í undanúrslitum

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔12.May 2019

Undanúrslit drengjaflokks fóru fram í Origo-Höllinni, KR léku gegn Þór Akureyri og var leikurinn hörku spennandi. Þórsarar sigruðu 74-69 og mæta Fjölni í úrslitaleik.

Þórsarar hófu leikinn betur en KR-ingar með sóknarfráköstin sem vopn náðu forystu og leiddu 21-24 eftir fyrsta leikhluta. KR-ingar sem voru ekki full mannaðir vegna meiðsla héldu forystu í öðrum leikhluta og voru 32-35 yfir í hálfleik.

Hart var barist og menn að selja sig dýrt, KR-ingar lentu í villu vandræðum en þeir bættu við forystu sína og leiddu 46-51 eftir þrjá leikhluta. Í upphafi fjóða leikhluta fékk Sveinn Búi fjórðu villuna og fór á bekkinn, Þórsarar náðu þá svakalegu áhlaupi og skoruðu 23-8 á stuttum tíma og náðu mest 13 stiga forystu. KR-ingar náðu að svara fyrir sig en þeir náðu ekki fara nær en fimm stig og leikirinn endaði 74-69 fyrir Þór Akureyri.

Þorvaldur Orri var stigahæstur með 25 stig.

Tölfræði leiksins

Flottur vetur að baki hjá drengjaflokki og munu strákarnir æfa vel í sumar og koma öflugri til leiks í haust.

Deila þessari grein

Tengdar greinar

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

Úrslitakeppnin í Unglingaflokki karla fer fram um næstu helgi 17-19 maí og verður leikið í Mustad-Höllinni í Grindavík. KR-ingar sigruðu Keflavík/Grindavík

Lesa meir