Körfuknattleiksdeild

Eins stigs tap í Garðabæ hjá drengjaflokki

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔09.January 2019

Strákarnir í drengjaflokki léku sinn fyrsta leik á árinu 2019 og var sá leikur gegn Stjörnumönnum, hart var barist og leikurinn allan tímann jafn. KR-ingar voru einu stigi yfir í hálfleik, en vítaskot á lokasekúndunum fóru forgörðum hjá KR-ingum og Stjörnustrákarnir fögnuðu sigri 67-66.

Vítanýting KR-inga var einungis 5 af 18 og reyndist það rándýrt í lokin.

KR strákarnir hafa leikið fimm leiki og sigrað í tveimur en tapað þremur.

Næsti leikur er gegn Stjörnunni á útivelli 15. janúar en sá leikur er í bikarkeppni Geysis og KKÍ.

Stigaskor KR í leiknum: Þorvaldur Árnason 21 stig, Sveinn Búi Birgisson 17, Óli Gunnar Gestsson 9, Gunnar Steinþórsson 9, Alexander Knudsen 8, Ísar Freyr Jónasson 1, Veigar Már Helgason 0, Sævar Þór Þórisson 0.

Mynd: Gunnar Steinþórsson lék vel fyrir KR í kvöld, skoraði 9 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar

 

 

Deila þessari grein