Körfuknattleiksdeild

Eygló Kristín Óskarsdóttir skrifar undir hjá North Ala­bama Li­ons

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔03.May 2020

Körfuknatt­leiks­kon­an Eygló Krist­ín Óskars­dótt­ir mun halda til Banda­ríkj­anna fyr­ir næsta tíma­bil og leika með North Ala­bama Li­ons í há­skóla­bolt­an­um.

Mynd: Eygló Kristín Óskarsdóttir í leik með KR

Eygló er upp­al­in hjá KR og lék hún með liðinu upp alla yngri flokka og í meist­ara­flokki. Eygló var mjög öflug í stúlknaflokki hjá KR í vetur en hún var einnig á venslasamning hjá Fjölni og lék með þeim á síðustu leiktíð, Fjölnir voru efst í 1. deild kvenna og fóru upp þegar að tímabilinu var endað af KKÍ.

Eygló skoraði 10 stig og tók 7 frá­köst að meðaltali í vet­ur með Fjölni.

Við óskum Eygló Kristínu góðs gengis í Bandaríkjunum

Mynd: Eygló Kristín Óskarsdóttir í leik með landsliðinu

 

 

Deila þessari grein