Körfuknattleiksdeild

Finnur Atli Magnússon á skólastyrk til Catawba

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔06.June 2005

Finnur Atli Magnússon, hinn ungi og efnilegi miðherji hefur þegið boð Catawba háskólans í Norður Karólínu fylki um skólastyrk til fjögurra ára. Finnur hittir þar fyrir Helga Má bróður sinn sem hefur í haust sitt fjórða og síðasta ár í skólanum.Finnur er nýkominn heim frá Bandaríkjunum en síðasta vetur lék hann með Wesleyan Christian Academy, sem er miðskóli í Norður Karólínu. Síðast þegar heimasíðan ræddi við Finn var ekki komið á hreint hvort hann yrði áfram úti eða kæmi heim og spilaði með KR, þó lét hann uppi að 8 háskólar hefðu sett sig í samband við þjálfara skólaliðsins síns og einhverjir hefðu boðið honum skólastyrk. Nú er semsagt komið á hreint að hann mun þiggja boð Catawba háskólans, en eins og KR-ingar vita hefur Helgi Már, eldri bróðir Finns, leikið með skólanum síðustu þrjú ár.Heimasíða KR óskar Finni til hamingju með skólastyrkinn og við munum að sjálfsögðu fylgjast grannt með þeim bræðrum vestan hafs.

Deila þessari grein