Körfuknattleiksdeild

Fjórir í röð eftir sigur á Breiðablik í DHL-Höllinni

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔15.March 2019

KR-ingar sigruðu Breiðablik auðveldlega í DHL-Höllinni í síðustu umferð Dominosdeild karla 103-68, Julian Boyd var stigahæstur með 21 stig.

KR-ingar sigruðu Breiðablik og var það fjórði sigurinn í röð, sem er gott veganesti fyrir liðið inní úrslitakeppnina. KR-ingar tóku forystuna og höfðu tögl og haldir allan leikinn, allir leikmenn liðsins náðu að skora og lokatölur 103-68.

Jón Arnór náði að spila leikinn í gær og lék 16 mínútur sem er fagnaðarefni en hann hefur verið meiddur síðan kveðjulandsleiknum gegn Portúgal.

Frítt var á leikinn í boði Alvogen og þökkum við þeim kærlega fyrir það flotta framtak. Leikmenn yngriflokka mynduðu stóran ramma fyrir KR-liðið í kynningunni og tóku svo þátt í peppi KR-inga.

KR-ingar enduðu í fimmta sæti deildarinn, tveimur sigrum frá topp sætinu og er klárt að Keflavík verða keppinautar liðsins í 8-liða úrslitum Dominosdeildarinnar. Fyrsti leikur verður annað hvort á fimmtudag eða föstudag, skýrist síðar í dag.

Umfjöllun af Vísir.is

Tölfræði leiksins

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar