Körfuknattleiksdeild

Fréttir af 8. flokki sem léku í Kennó og í Stykkishólmi

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔18.March 2019

Um helgina var 8.flokkur drengja að spila á 4 fjölliðamótinu af 5 í vetur en í þessum árgangi eru A, B og C lið.

A liðið hélt “heimamót” í kennaraháskólanum þar sem Fjölnir, Þór Þ/Hrunamenn, Stjarnan og ÍR mættu. Fór svo að KR tapaði öllum 4 leikjum sínum í 4 hörkuleikjum sem hefðu getað fallið öðru hvorum megin. Þar með spila þeir í B riðli á næstu túrneringu.

B og C liðið spiluðu bæði í D riðli sem haldin var í Stykkishólmi en þar voru ásamt þeim heimamenn í Snæfell/Skallagrímur, Stjarnan B og Hamar. B liðið vann 1 og tapaði 3 leikjum og C liðið vann 2 og tapaði 2. Fór það svo þannig að B liðið féll í E riðil vegna innbyrðisviðureigna. En allt voru þetta hörkuleikir hjá báðum liðum.

Nú er bara að bæta í æfingar og mæta tvíefldir til leiks í 5 fjölliðamótið 4. – 5. maí.

Áfram KR

Deila þessari grein

Tengdar greinar