Körfuknattleiksdeild

Georgía Olga Kristiansen ritar nafn sitt í sögubækurnar

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔24.February 2007

Georgia Olga Kristiansen dómari okkar er að gera góða hluti og á fimmtudaginn síðastliðinn tók hún þátt í sögulegum leik, þar sem  tvær konur dæmdu saman leik í efstu deild í fyrsta sinn á Íslandi.  Georgia hefur staðið sig mjög vel í dómgæslunni og bættist bróðir hennar við lista dómara á dögunum.


Á fimmtudag dæmdu þær Georgía Olga Kristiansen og Indíana Sólveig Marquez fyrstar kvenna saman leik Hauka og Breiðabliks í Iceland Expressdeild kvenna. Leikurinn var nokkuð sögulegur þar sem tvær konur saman í leik í efstu deild í fyrsta sinn á Íslandi. Allir inni á vellinum voru því kvenkyns og er það mjög jákvætt fyrir kvennakörfuna.


Mynd til hægri: Skemmtilega klippt saman mynd af Gunnari Frey.

Gunnar Freyr Steinsson tók myndirnar


Fyrr í vetur varð Indíana Sólveig Marquez fyrsta konan á Íslandi til þess dæma í efstu deild í leik ÍS og Keflavíkur. Á hæla hennar fylgdi svo Georgía Olga Kristiansen og í gærkvöldi leiddu þær stöllur saman hesta sína í leik Hauka og Breiðabliks. Georgia Olga hefur dæmt á sínu fyrsta ári leiki í öllum deildum fyrir utan Iceland Expressdeild Karla, en hún dæmdi leik Hattar og Keflavíkur í Lýsingarbikarkeppni KKÍ fyrr í vetur.


Í janúar hélt Bjarni Gaukur Þórmundsson dómaranámskeið sem að hluta til fór fram í KR-heimilinu.  Þar var bróðir Georgiu á ferðinni Davíð Tómas Tómasson og hefur hann síðan dæmt þónokkuð marga leiki, þar á meðal í bikarkeppni yngri flokkanna með systur sinni.  Það er mjög jákvætt að fá áhugasamt fólk inní dómgælsuna og er það aðdáunarvert hvað systkinin eru dugmikil fyrir íþróttina, því þau eru að þjálfa saman hjá okkur hérna í KR minnibolta 10 ára stúlkur. 


Mynd til hægri: Davíð Tómas Tómasson er nýjasti dómarinn hjá KR.

Myndina tók Stefán Helgi Valsson


Bæði hafa þau æft og leikið með KR, en Georgia lék með meistaraflokk kvenna mjög ung að árum.   Stjórn deildarinnar er stolt af þeim systkinum að hafa hellt sér útí dómgæsluna og vera fulltrúar KR á þeim vettvangi.

Deila þessari grein