Körfuknattleiksdeild

Góð helgi hjá minnibolta 10 ára strákum

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔30.November 2018
Strákarnir í minnibolta 10 ára kepptu í annari umferð Íslandsmótsins en mótið fór fram í Origo-Höllinni að Hlíðarenda helgina 24-25 nóvember. KR voru með 3 lið skráð til leiks og samtals 21 leikmann.
Bojan Desnica þjálfari blandaði saman liðunum og voru liðin jöfn að getu, allir strákarnir stóðu sig vel og lögðu sig hart fram fyrir KR. Öll liðin hófu leik í B-riðli en tvö af liðunum unnu alla sína leiki og munu því leika í næstu umferð í A-riðli. Þriðja liðið tapaði því miður öllum leikjum helgarinnar og leika í C-riðli næst.
Næsta umferð hjá strákunum er á nýju ári eða 30.-31. mars hjá Fjölni.
Mynd: Bojan að fara yfir málin með sínum mönnum á milli leikja
Mynd: Eitt af liðunum með Ragnari Nathanelssyni í Origo-Höllinni
Deila þessari grein