Fréttir á KR.is

Góður KR sigur fyrir framan Guðna Forseta

📁 Fréttir á KR.is 🕔04.November 2018

KR-ingar drógust gegn besta liði 2. deildar Álftanes og fór leikurinn fram í Forsetahöllinni í dag þar sem KR-ingar sigruðu örugglega 68-101. Orri Hilmarsson var atkvæðamestur með 20 stig en Vilhjálmur Kári Jensson og Julian Boyd voru báðir með 19.

Jón Arnór Stefánsson og Björn Kristjánsson(sem á afmæli í dag) hvíldu þennan leik.  Ágætlega var mætt í Forsetahöllina og lét forsetinn sjálfur sig ekki vanta og sá KR-inga eiga við spræka Álftnesinga. Eftir að staðan var 6-6 stungu KR-ingar af og náðu fljótt 20 stiga forskoti en staðan var 11-29 eftir fyrsa leikhluta. Allir leikmenn KR fengu góð tækifæri og KR leiddu 30-53 í hálfleik.

Í síðari hálfleik héldu KR-ingar áfram að bæta við forystuna sem varð mest 39 stig en eftir þrjá leikhluta var staðan 49-86. Vilhjálmur Kári og Orri voru að skjóta boltanum vel fyrir KR en Ólafur Þorri Sigurjónsson kom KR yfir 100 stiga múrinn á lokasekúndu leiksins með huggulegri afgreiðslu af spjaldinu. Lokatölur 68-101.

KR-ingar eiga því tvö lið í pottinum þegar að dregið verður í 16-liða úrslitin á þriðjudag.

Stigaskor KR í leiknum: Orri Hilmarsson 20 stig, Julian Boyd og Vilhálmur Kári Jensson 19, Emil Barja, Sigurður Þorvaldsson og Dino Stipcic 10, Ólafur Þorri Sigurjónsson, Alfonso Gomez Önnuson 4, Benedikt Lárusson 3, Þórir Lárusson 0.

Tölfræðis leiksins

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar KR 

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar KR 

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar KR verður haldinnmiðvikudaginn 13. mars í félagsheimili KR, bikaraherberginu, kl 18 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Framboði til stjórnar skal skilað skriflega til formanns

Lesa meir