Körfuknattleiksdeild

Góður sigur á Breiðablik hjá 10. flokk stúlkna

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔18.March 2019

Stelpurnar tóku á móti liði Breiðabliks í Dalhúsum 16 mars síðast liðinn. Stelpurnar fóru sterkt af stað í leiknum náðu flottu spili og voru öflugar í vörn. KR/Fjölnir voru með forskot og endaði fyrsti leikhluti 17-4 fyrir heimakonur. Stelpurnar héldu uppteknum hætti í  örðum leikhluta og sóttu sterkt að körfu blika. Þjálfararnir voru duglegir að rótera leikmönnum og þegar flautað var til hálfleiks voru allar búnar að koma inná og liðið var yfir 33 – 18 í hálfleik. Sterk liðsheild og flott spil skilaði stelpunum góðan sigri á blikum 65 – 36.

Næsti leikur er gegn Grindavík næstkomandi sunnudag klukkan 16:00 í Röstinni.

Deila þessari grein

Tengdar greinar