Körfuknattleiksdeild

Góður sigur á Keflavík í 10. flokki

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔05.November 2018

Strákarnir í 10. flokki sigruðu Keflavík í DHL-Höllinni 47-39 í jöfnum leik. Strákarnir hafa þá sigrað í tveimur leikjum og tapað einum.

Keppnin í 10. flokki er með öðru sniði í ár en ekki er lengur keppt í fjölliðamóts fyrirkomulagi heldur eru stakir leikir.  Strákarnir töpuðu fyrir Hrunamönnum í fyrsta leik, en sigruðu Tindastól með einu stigi fyrir norðan og svo unnu þeir Keflavík í gær.

Næsti leikur hjá strákunum er gegn Snæfell í DHL-Höllinni 18. nóvember klukkan 16:00

Deila þessari grein