Körfuknattleiksdeild

Grátlegt tap gegn Blikum í úrslitaleik í unglingaflokki karla

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔14.February 2020

KR og Breiðablik mættust í bikarúrslitaleik í kvöld þar sem Blikar sigruðu 72-75 í æsispennandi leik. Staðan í hálfleik var 40-40. Benedikt Lárusson var stigahæstur með 18 stig, 5 stoðsendingar og 7 fráköst.

Jafnræði var á milli liðanna í upphafi og bæði lið að skjóta boltanum illa fyrir utan, Blikar náðu forystu 11-16 og leiddu 15-19 eftir fyrsta leikhluta. Blikar voru skrefinu á undan allan annan leikhlutann en munurinn aldrei meira en 6 stig. KR-ingar áttu í miklum vandræðum með að taka varnarfráköst og Blikar nýttu sér það vel. Staðan 40-40 í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks tóku frumkvæðið og komust í lok  þriðja leikhluta 54-59 yfir, en Alfonso setti þrist á lokasekúndunni og staðan 57-59 eftir þrjá leikhluta. Í stöðunni 63-63 náðu Blikar áhlaupi og komust í 63-69 og um 3 mínútur eftir. KR-ingar svöruðu með 9-0 og leiddu 72-69 þegar rúm mínúta var eftir. Blikar klikkuðu á þriggja stiga skoti og KR-ingar fóru í sókn. KR töpuðu boltanum og Hilmar Péturs maður leiksins brunaði upp allan völlinn og fékk villu að auki. Hann klikkaði á vítaskotinu og staðan 72-71. KR-ingar fóru upp en skot þeirra geigaði. Villa var dæmd á KR í sóknarfrákastinu og Blikar fengu tvö vítaskot sem þeir settu niður, staðan 72-73. KR-ingar fóru aftur upp en skot þeirra klikkaði og þeir þurftu að brjóta á Blikum. Þeir settu niður annað vítaskotið og KR-ingar tóku leikhlé með 8 sekúndur eftir. Ólafur Þorri fékk boltann á blokkinni og fór sterkt en fékk ekki villu sem var augljós því miður og Blikar kláruðu leikinn á línunni, lokatölur 72-75.

Það munaði sáralitlu á liðunum í dag en það sem var banabiti KR-inga voru varnarfrákasta baráttan, Blikar tóku 23 slík og það er ekki ávísun á sigur. Blikar bikarmeistarar en eftir er baráttan á Íslandsmótinu.

Við óskum Breiðablik til hamingju með sigurinn

Tölfræði leiksins

Myndir teknar af Bjarna Antonssyni fyrir karfan.is

Deila þessari grein