Körfuknattleiksdeild

Gríðarlega mikilvægur sigur á Njarðvík í kvöld

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔01.March 2020

KR-ingar sóttu magnaðan sigur á Njarðvík 81-87 í Dominosdeild Karla sem hófst aftur í kvöld eftir langt hlé. KR-ingar leiddu 31-40 í hálfleik og léku vel.

Frammistöðu kvöldsins átti Michael Craion en hann skoraði 20 stig, tók 4 fráköst, gaf 8 stoðsendingar, varði 3 skot og stal 3 boltum.

Brynjar Þór Björnsson setti tóninn með góðri körfu strax í byrjun og voru KR-ingar öflugir í kvöld þrátt fyrir að lykilleikmenn vantaði í liðið í kvöld, þeir leiddu 7-15 og komstu í 9-18 sem var mesta forysta liðsins í fyrsta leikhluta. KR leiddu 18-22 eftir fyrsta leikhluta en baráttan í liði KR var til fyrirmyndar. Þrjár þriggja stiga körfur frá KR í upphafi annars leikhluta kom KR í 24-31 og voru strákarnir að koma með framlag frá öllum leikmönnum, náðu 29-40 forystu en staðan í hálfleik var 31-40.

Mynd: Brynjar Þór lék vel í kvöld fyrir KR

KR-ingar komu stemmdir út úr hálfleiknum og skoruðu 0-9 áður en Njarðvíkingar tóku leikhlé í stöðunni 31-49. Þá kviknaði á Mackej Baginski sem raðaði niður hverri þriggja stiga körfunni niður og á skömmum tíma var staðan orðinn 48-54. KR-ingar voru fjórum stigum yfir 58-62 yfir eftir þrjá leikhluta. Í upphafi fjórða leikhluta náðu KR-ingar 10 stig forystu 60-70 með tveimur þristum frá Jakobi Erni. Njarðvíkingar náðu á þessum tíma að opna vörn KR-inga og fengu opin skot sem þeir röðuðu niður og jöfnuðu leikinn 70-70.

Mynd: Matthías Orri setti gríðarlega stóran þrist í stöðunni 70-70 í kvöld

Mattíhas Orri setti spjaldið ofaní þrist og í næstu sókn á eftir skoraði Kristófer frábæra körfu og KR komnir 70-75. Baráttan í leiknum var mikil og Njarðvíkingar komust á vítalínuna og minnkuðu muninn í 74-75. Kristófer og Brynjar Þór skoruðu þá og komu KR yfir 74-82. Mario hjá Njarðvíkingum smellti tveimur þriggja stiga körfum og staðan 81-84. Vörn KR var öflug á þessum tíma og kláruðu KR leikinn á vítalínunni og lokatölur 81-87.

Njarðvíkingar sigruðu fyrri leikinn í DHL-Höllinni 75-78 og KR-ingar náðu því með sigrinum í kvöld innbyrðis stöðu og eru einir í fjórða sæti deildarinnar.

Tölfræði leiksins

Mynd: Ingi Þór stýrði KR til sigurs í kvöld gegn Njarðvík

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020   Körfuboltaskóli KR, er starfræktur á íþróttasvæði félagsins, í Frostaskjóli 2. Þar er boðið upp á öruggt umhverfi

Lesa meir