Drengjaflokkur

Hafþór Júlíus Björnsson leikur ekki meira á þessari leiktíð

📁 Drengjaflokkur, Körfuknattleiksdeild 🕔12.November 2006

Þau leiðu tíðindi voru að berast að Hafþór Júlíus Björnsson þarf að fara í stóra aðgerð á ökkla og leikur hann ekki meira með á þessu tímabili.  Hafþór æfir með meistaraflokk og leikur að auki með unglinga- og drengjaflokk.Hafþór Júlíus Björnsson sem er uppalinn Bliki, lék með FSu á síðasta tímabili og þar gekk hann undir aðgerð á ökkla.  Hann hafði lengi verið með brotið bein í ökklanum án þess að vita það og var aðgerð á þeim tíma óumflýjanleg.  Hafþór fékk skrúfu í ökklann og var kominn á ról í apríl 2006.  Hafþór tók þátt í öllum leikjum U-88 landsliðsins og stóð sig gríðarlega vel þar í sumar. Hafþór skipti yfir í KR nú í sumar.


Mynd til hægri: Hafþór tekur sig vel út í KR-búningnum.Hafþór hefur æft með meistaraflokk KR síðan í haust og verið í leikmannahóp þar í fjórum leikjum.  Hann hefur verið lykilmaður í bæði unglinga- og drengjaflokk.  Hafþór Júlíus er 204 cm og líkamlega sterkur strákur sem á mikla framtíð fyrir sér í körfunni.


Hafþór hefur verið að kvarta undanfarið vegna verkja í ökklanum og snéri hann sig svo á móti Fjölni síðastliðinn mánudag, en á miðvikudag fékk hann útúr myndatöku sem gerð hafi verið í síðustu viku.  Í ljós kom að skrúfan sem sett var í ökklann á honum í fyrra var mölbrotin og beinið illa farið.  Læknarnir trúðu varla að drengurinn hefði leikið körfu með ökklann svona og nú eru þeir að finna út hvað sé best að gera.


Mynd til hægri: Hafþór í góðum gír, en Hafþór er jákvæður og ætlar sér að koma sterkur tilbaka.


Það lítur því allt út fyrir að Hafþór sé að fara í mikla aðgerð á ökkla í desember, þar sem að bein úr mjöðm verður tekið og sett í ökklann.  Það þýðir að Hafþór verður kominn á ról næsta sumar.


þetta er áfall fyrir strákinn og félaga hans í KR, en í svona aðstæðu þurfa menn að hugsa jákvætt og einbeita sér á að ná bata sem allra fyrst.  Við sendum Hafþóri okkar bestu bata kveðjur og vonumst til að sjá strákinn í KR-búning sem allra fyrst.

Deila þessari grein