Körfuknattleiksdeild

Hjalti Þór þjálfar hjá KR

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔23.May 2018
Hjalti Þór þjálfar hjá KR

Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur gengið frá samningi um að verða þjálfari drengja- og unglingaflokks í KR auk þess að verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hjalti er fæddur 1983 og á langan feril að baki sem leikmaður og þjálfari hjá Leikni, Fjölni, Breiðabliki og nú síðast hjá Þór Akureyri. Hjalti verður góð viðbót við þann öfluga hóp þjálfara sem fyrir er hjá KR. Á myndinni hampa samningnum þeir Hjalti (til hægri) og Halldór Bachmann, fráfarandi forsvarsmaður yngri flokka hjá KR. Þess má til gamans geta að Halldór var fyrsti þjálfari Hjalta hjá Leikni.

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Körfuboltanámskeið 23-27 júlí

Körfuboltanámskeið 23-27 júlí

Auka körfuboltanámskeið verður 23-27 júlí. 09.00-10.30. stelpur og strákar fædd 2007, 2006 og 2005. 10.30-12.00 stelpur og strákar fædd 2008, 2009 og

Lesa meir