Körfuknattleiksdeild

Jón Arnór kvaddi með stæl í kvöld með A-landsliðinu

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔21.February 2019

Jón Arnór Stefánsson lék sinn 100. leik fyrir A-landsliðið og var það kveðjuleikur kappans, einnig var Hlynur Elías Bæringsson sem æfði með Jóni og félögum í 8. og 9. flokki að kveðja landsliðið.

 Mynd: Jón Arnór og Hlynur Elías fyrir leikinn

Jón Arnór gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur með 17 stig í kvöld og þrátt fyrir að fá mikið högg á öxlina þá kom hann aftur inná og stóð sig vel.

Jón Arnór hefur leikið mjög vel með landsliðinu öll sín ár og gefið sig í verkefnin, það stendur uppúr Berlínardæmið á EM.

Til hamingju Jón Arnór með glæsilegan landsliðsferil.

 Mynd: Lilja Guðmundsdóttir og Jón Arnór eftir leikinn

Viðtal af karfan.is

Viðtal við Jón Arnór og Hlyn eftir leik

Umfjöllun af Vísir.is

Martin í viðtali á karfan.is

Viðtal við Jón Arnór á mbl.is

Umfjöllun af mbl.is

 Mynd: Jón Arnór með börnum sínum eftir leikinn

Myndirnar eru teknar af karfan.is

Deila þessari grein

Tengdar greinar