Fréttir á KR.is

Kæru KR-ingar!

📁 Fréttir á KR.is, Körfuknattleiksdeild, Meistaraflokkur karla 🕔11.January 2018

Kæru KR-ingar!

Þá liggur fyrir úrslitaleikur á laugardaginn kl 13:30 í Laugardalshöll. Mótherjar í ár eru Tindastóll en þeir unnu lið Hauka í síðari leik kvöldsins.

KR unnu Breiðablik í fyrri leik kvöldsins – http://www.visir.is/g/2018180119918/umfjollun-og-vidtol-kr-breidablik-90-71-kr-i-urslit-fjorda-arid-i-rod

Það er ljóst að lið KR þarf að stíga upp enda frammistaðan í undanúrslitum ekki það sem mun vinna titla í ár. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn verða heldur betur að girða sig í brók ef ekki á illa að fara á laugardaginn. Það sem þarf til að vinna titla er samstaða og stemmning. Það þekkjum við KR-ingar og það er nákvæmlega þaö sem mun gerast á laugardaginn.

Forsalan á úrslitaleikinn í Maltbikar karla á netinu er hér – https://tix.is/is/specialoffer/wnevkes5cuhgi/

Einnig verður forsala í DHL-Höllinni á föstudaginn frá 17:00 til 19:00 og á leikdegi í DHL-Höllinni frá 10:00 til 12:00.

MINNUM Á AÐ ANDVIRÐI MIÐASÖLU Í GEGNUM LINKINN HÉR AÐ OFAN OG FORSÖLU Í DHL FARA TIL KR – SÝNUM STUÐNING OG KAUPUM MIÐA Í GEGNUM LINKINN EÐA Í FORSÖLU!

ÁFRAM KR!

Deila þessari grein