Körfuknattleiksdeild

Keith Vassell og félagar duttu út í oddaleik

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔15.March 2005

Keith Vassell og félagar hans í Jamtland Basket féllu út í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar fyrir Sundsvall Dragons síðastliðinn föstudag. Keith stóð sig með prýði í úrslitakeppninni, skoraði tæp 18 stig í leik og tók 8 fráköst.Jamtland mætti Sundsvall í “best af 5 seríu” í 8-liða úrslitum. Fyrstu fjóra leikina unnu liðin á heimavelli en þar sem Sundsvall hafði endað tímabilið ofar en Jamtland áttu þeir oddaleikinn vegna heimavallarréttinda. Þann leik sigruðu þeir með 7 stiga mun, 94-87, eftir að leikurinn hafði verið jafn og spennandi allan tímann. Keith skoraði 22 stig í leiknum og tók 7 fráköst. Skotnýting hans var mjög góð, en hann hitti úr 4. af 6 í tveggjastiga skotum, 3. af 5 í þriggjastiga skotum og 5 af 6 í vítum.


Í 19 deildarleikjum var Keith með 15.7 stig í leik og 6.6 fráköst. Í leikjunum fimm í úrslitakeppninni bætti hann stigaskor sitt um rúm tvö stig í leik eða 17.6.

Deila þessari grein