Körfuknattleiksdeild

KR a sigruðu í Keflavík í 10.flokki karla

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔08.March 2019

A-lið 10. flokks gerði góða ferð til Keflavíkur og sigraði með 8 stigum 51-59 eftir að hafa átt í töluverðu basli bæði í fyrri hálfleik og í fjórða leikhluta. Staðan var 10:10 í lok fyrsta leikhluta en KR leiddi með tveimur stigum í hálfleik. Í þriðja leikhluta tók KR svo góða rispu og leiddi með tíu stigum í lok hans.

Í fjórða leikhluta spiluðu Keflvíkingar pressuvörn, komu okkar mönnum í bobba og voru aðeins þremur stigum undir þegar um tvær mínútur lifðu leiks.Með því að halda haus þá náðist að og sigla átta stiga sigri 51:59 í höfn. Full mikið var um að KR missti boltann án þess að ná skoti en þriggja stiga skotnýting var með ágætum lengst af í leiknum en um helmingur þriggja stiga skota rataði ofan í. Stigahæstur KR-inga var Almar Orri Atlason með 20 stig og Alexander Knudsen kom næstur með 17 stig.

Mynd: Lið KR eftir leikinn í keflavík

Mynd: Almar orri sultuslakur á myndinni, Almar var stigahæstur

Hægt er að horfa á leikinn í heild á þessari slóð: 

Mynd: Alexander var með 17 stig í leiknum

Deila þessari grein

Tengdar greinar