Körfuknattleiksdeild

KR á toppnum í Dominosdeild kvenna eftir góðan heimasigur á Val

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔28.November 2018

KR stúlkur tryggðu sér dýrmæt tvö stig með því að leggja sterkt lið Val á heimavelli 82-79 eftir að hafa leitt 41-38 í hálfleik. Orla O´Reilly var stigahæst með 29 stig en næst kom Kianna Johnson með 20 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar.

Liðin skiptust á því að ná góðum áhlaupum og voru KR-ingar skrefinu á undan þrátt fyrir að Valur næði forystunni tvívegis í fyrri hálfleik. KR sýndu styrk og leiddu 41-38 í hálfleik.

Í síðari hálfleik náðu KR tvívegis 10 stiga forystu sem Valur náðu að minnka og komast yfir. Á lokakaflanum var Orla O´reilly mjög öflug í stigaskorinu ásamt því að Perla smellti stórum þrist. 82-79 sigur tryggir KR efsta sætið í jafnri Dominosdeild kvenna.

Nú kemur smá hlé hjá stelpunum sem leika næst 8. desember gegn Snæfell í Stykkishólmi.

Umfjöllun og viðtöl af vísir.is

Myndasafn frá leiknum eftir Báru Dröfn á Karfan.is

Mynd: Orla O´Reilly lék vel fyrir KR í kvöld og skoraði 29 stig.

Deila þessari grein