Körfuknattleiksdeild

KR áfram í bikarnum eftir sigur á Snæfell

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔05.December 2018

Strákarnir í drengjaflokki heimsóttu Snæfell heim í gær og var um bikarleik í 16-liða úrslitum að ræða. Lokatölur 53-91 KR í vil. Þorvaldur Orri Árnason var stigahæstur með 26 stig.

Geysisbikarinn einsog bikarkeppnin hjá KKÍ heitir í ár rúllar á fullu og tryggðu KR-ingar sér sæti í 8-liða úrslitum með sigrinum á Snæfell.

KR-ingar náðu strax forystu og leiddu leikinn örugglega og léku vel. Allir leikmenn voru tilbúnir að koma með framlag inná gólfið og var Hjalti Þór þjálfari ánægður með sína menn.

Stigaskor leikmanna er að sjá hér á myndinni að neðan:

Deila þessari grein