Körfuknattleiksdeild

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔15.May 2019

Úrslitakeppnin í Unglingaflokki karla fer fram um næstu helgi 17-19 maí og verður leikið í Mustad-Höllinni í Grindavík.

KR-ingar sigruðu Keflavík/Grindavík í átta liða úrslitum en liðið mætir Breiðablik á föstudag klukkan 20:00. Breiðablik sigruðu Hauka að Ásvöllum í gærkvöldi.

Í hinum undanúrslitaleiknum leika Njarðvík sem sigruðu Þór Þorlákshöfn örugglega og Fjölnir sem sigruðu ÍR í hörkuleik.

Dagskrá föstudagins er því sem hér segir:

Klukkan 18:00 Njarðvík – Fjölnir

Klukkan 20:00 KR – Breiðablik

Úrslitaleikur unglingaflokks verður svo á sunnudag í Grindvík klukkan 14:00.

KR-ingar urðu fyrir miklu áfalli þegar að landsliðsmaðurinn Andrés Ísak Hlynsson fór úr axlarlið á æfingu og leikur ekki með liðinu í úrslitakeppninni.

Mynd: Andrés Ísak Hlynsson hefur spilað gríðarlega vel fyrir unglingaflokkinn í vetur. Við óskum þessum eðal dreng góðs bata

Fjölmennum og styðjum okkar menn til sigurs – Áfram KR

Deila þessari grein