Körfuknattleiksdeild

KR-Bumban lagði Leikni R.

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔06.December 2018

Þungavigtaliðið KR-Bumban fengu Leikni Reykjavík í heimsókn um helgina í DHL-Höllina.

KR-Bumban hefur verið á siglingu undir harðri stjórn Pavels Ermolinski og skilað sigrum í hús. Liðið ætlar sér stóra hluti í bikar og er “litla” liðið enginn hindrun í augum KR-B manna.

Leikurinn gegn Leikni Reykjavík var enginn undantekning og skipun dagsins skýr að ná tveimur punktum í hús. Annars var þetta hörku sigur á hressum og léttleikandi Leiknis mönnum. Ólafur Már var stigahæstur með 20 stig og þurfti einungis 23 skot til að ná því. Aðrir gerðu minna.

Næstu tveir leikir KR-Bumbu manna er gegn KV í DHL-Höllinni 9.des klukkan 16:00 og helgina eftir er bikarleikurinn gegn litla liðinu Laugardaginn 15. Desember klukkan 18:00.

Deila þessari grein