Körfuknattleiksdeild

KR Bumban sigruðu Val b og hafa því unnið öll liðin í deildinni

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔15.March 2019

KR b og Valur b mættust um síðustu helgi í DHL-Höllinni þar sem KR-Bumban sigruðu 92-79.  Sveinn Blöndal var stigahæstur með 29 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar.

KR Bumban hafa nú náð þeirri staðreynd að þeir hafa sigrað öll liðin í deildinni, þar á meðal Álftanes sem hafa einungis tapað einum leik á leiktíðinni. Hið létt leikandi lið Bumbunnar léku vel gegn ungmönnum Valsmanna og sigurinn skrifaður á þjálfarann.

KR-Bumban eru því með 12 sigra og 3 tapleiki í leikjunum 15 sem búnir eru. Næsti leikur er gegn Leikni Reykjavík á þeim frábæra tíma 15. mars (föstudagur) klukkan 21:00 í Kennaraháskólanum.

Deila þessari grein

Tengdar greinar