Körfuknattleiksdeild

KR-Bumbumenn örugglega í 16-liða úrslit

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔04.November 2018

KR-Bumbumenn tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Geysis-bikarsins með góðum útisigri á Haukum B 68-82. Skarphéðinn Freyr Ingason var stigahæstur með 16 stig.

Liðið tefldi fram þéttu þjálfara pari þar sem þeir félagar Pavel Ermolinski og Böðvar Eggert Guðjónsson stýrðu liðinu fingrum fram.

Lið Bumbunnar var með mikla þekkingu innan borðs og sterka pósta í öllum stöðum.

Bumbumenn tóku forystuna strax í upphafi og hleyptu Haukamönnum aldrei nærri og góður útisigur í hús.

Sveinn Blöndal skólaði andstæðingana á póstinum og skilaði 15 stigum en margir leikmenn skiluðu verki dagsins.

Tölfræði leiksins

Deila þessari grein