Körfuknattleiksdeild

KR-ingar áfram í bikarnum eftir baráttusigur á Fjölni

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔10.January 2019

Strákarnir í unglingaflokki sigruðu Fjölni í DHL-Höllinni 60-56 eftir að hafa verið undir 23-34 í hálfleik. Orri Hilmarsson var stigahæstur með 20 stig. Með sigrinum tryggðu strákarnir sig áfram í undanúrslit Geysis-bikarsins.

Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur með Davíð Alexander sjóðandi heitan en kappinn raðaði 16 stigum af 19 í fyrri hálfleik. KR-ingar voru að skjóta boltanum illa og nýttu einnig færi sín nær körfunni illa. Fjölnismenn komust í 12-24 í byrjun annars leikhluta og virtust vera með leikinn í sínum höndum, staðan í hálfleik 23-34.

KR-ingar komu gríðarlega stemmdir útúr hálfleiknum og hefur Hjalti Þór farið vel yfir málin, þeir 16-4 og komust yfir með grimmum varnarleik út um allan völl. Leikmenn voru mjög hreyfanlegir í vörninni og fengu stóru menn Fjölnismanna engan frið til að athafna sig í kringum körfuna. Baráttan og eljan jóx með KR en Fjölnismenn leiddu 39-41 eftir þrjá leikhluta.

Fjölnismenn hófu fjórða leikhlutann á körfu og voru komnir í 39-43 en þá komu átta stig í röð frá Benedikt Lárussyni og KR komnir yfir 47-43. Fjölnismenn jöfnuðu 48-48 en Orri og Benedikt komu KR í 53-48 þegar um 4:45 voru eftir af leiknum. Davíð sem ekki hafði skorað fyrir Fjölni í síðari hálfleik kom með körfu góða og víti að auki og áhlaup gestanna var 0-7 sem kom þeim yfir 53-55. Benedikt jafnaði leikinn með góðu gegnumbroti en stuttu síðar villaði hann útaf.  Egill Agnar hjá Fjölni fékk tvö vítaskot en annað þeirra fór ofaní og Fjölnir voru yfir 55-56. Bæði lið voru komin í bónus eftir góða sókn KR var brotið á Orra sem setti vítaskotin niður af öryggi. Frábær varnarleikur KR skilaði sér og KR brunuðu upp völlinn, Ólafur Þorri sem barst vel í þessum leik setti niður annað af tveimur og KR yfir 58-56. Aftur spiluðu KR-ingar hörku vörn þar sem færslur og barátta skiluðu sér í vörðu skoti frá Gunnari og Fjölnismenn brutu á Þóri Lárussyni. Þórir var öryggið uppmálað á vítalínunni og innsiglaði sigur KR 60-56 og sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Stigaskor KR í leiknum: Orri Hilmarsson 20 stig, Benedikt Lárusson 15, Þórir Lárusson 9, Alfonso Gómez Söruson 6, Sveinn Búi Birgisson 5, Danil krijanofskij 3, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Gunnar Steinþórsson, Óli Gunnar Gestsson, Jakob Breki Ingason, Tómas Helgi Baldursson.

 Mynd: Strákarnir eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Efri röð frá vinstri: Hjalti Þór Vilhjálmsson Þjálfari, Tómas Helgi Baldursson, Óli Gunnar Gestsson, Sveinn Búi Birgisson, Ólafur Þorri Sigurjónsson, Jakob Breki Ingason, Danil Krijanofskij og Andrés Ísak Hlynsson. Neðri röð frá vinstri: Benedikt Lárusson, Gunnar Steinþórsson, Alfonso Gomez Söruson, Orri Hilmarsson og Þórir Lárusson.

Deila þessari grein