Körfuknattleiksdeild

KR-ingar komnir í úrslit eftir sigur á Þór

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔16.April 2019

KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitum Dominosdeildar karla sjötta árið í röð eftir 93-108 sigur í Þorlákshöfn. Julian Boyd var stigahæstur með 26 stig og 11 fráköst en maður leiksins var Björn Kristjánsson sem skoraði 19 stig og 17 af þeim í síðari hálfleik þegar að Þórsarar þrengdu að KR-ingum.

Mynd: Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamikill í fyrri hálfleik og skoraði 15 stig.

KR-ingar mættu mjög einbeittir og ákveðnir til leiks og náðu forystu strax í leiknum, KR-ingar fengu frábært framlag frá bekknum en 34 stig liðsins komu þaðan gegn 6 hjá heimamönnum. Einsog körfubolti spilast þá koma lið með áhlaup en KR-ingar stóðu öll áhlaup Þórsara af sér og unnu þriðja leikinn sem tryggir þeim sæti í úrslitum gegn annað hvort Stjörnunni eða ÍR en þau lið þurfa oddaleik til að skera úr um það. Það skýrist á fimmtudaginn hverjir mótherjar KR verða í úrslitum.

Fyrsti leikur í úrslitum fer fram þriðjudaginn 23. apríl.

Við KR-ingar þökkum Þórsurum fyrir góða keppni.

Mynd: Julian Boyd átti góðan leik í kvöld og var stigahæstur með 26 stig.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun af visir.is

Umfjöllun af karfan.is

Mynd: Björn Kristjánsson var frábær í kvöld fyrir KR /myndirnar eru teknar af visir.is/Vilhelm

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Lokaúrslit hefjast á Þriðjudag KR-ÍR

Lokaúrslit hefjast á Þriðjudag KR-ÍR

Lokaúrslit Dominosdeildar karla hefjast í DHL-Höllinni þriðjudaginn 23.apríl klukkan 19:15 þegar Reykjavíkurfélögin KR og ÍR mætast. Gera má ráð fyrir troðfullu

Lesa meir