Körfuknattleiksdeild

KR-ingar léku vel í DHL-Höllinni og leiða einvígið 2-1 gegn Þór Þ.

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔14.April 2019

Það var vel mætt í DHL-Höllina í kvöld þar sem KR-ingar tryggðu sér 2-1 forystu með 98-89 sigri, KR leiddu í hálfleik 55-46. Kristófer Acox var stigahæstur með 26 stig og 11 fráköst, kappinn með 41 í framlag.

 Mynd: Kristófer Acox var magnaður í kvöld

Það var vel mætt og stuðningurinn í stúkunni var öflugur. KR-ingar mættu grimmir til leiks og voru strax harðari í vörninni en þeir höfðu verið gegn Þór. Varnarleikurinn og innkomur leikmanna af bekknum vógu þungt fyrir KR í kvöld.

 Mynd: Helgi Már Magnússon var öflugur fyrir KR í kvöld

KR leiða nú seríuna 2-1 og mæta Þórsurum næstkomandi mánudag í Þorlákshöfn klukkan 18:30. Sigur þar kemur KR í úrslit Dominosdeildarinnar.

Umfjöllun af visir.is

Umfjöllun af karfan.is

Myndirnar tók Ólafur Þór hjá karfan.is

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Lokaúrslit hefjast á Þriðjudag KR-ÍR

Lokaúrslit hefjast á Þriðjudag KR-ÍR

Lokaúrslit Dominosdeildar karla hefjast í DHL-Höllinni þriðjudaginn 23.apríl klukkan 19:15 þegar Reykjavíkurfélögin KR og ÍR mætast. Gera má ráð fyrir troðfullu

Lesa meir