Körfuknattleiksdeild

KR-ingar örugglega í undanúrslit í Unglingaflokki karla

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔08.May 2019

Strákarnir í unglingaflokki karla léku gegn sameinuðu liði Keflavíkur og Grindavíkur þar sem okkar menn sigruðu 87-72. Andrés Ísak Hlynsson stigahæstur með 23 stig og Orri Hilmars með 22 stig.

Jafnræði var á meðal liðanna í byrjun en KR-ingar skrefinu framar, þegar á leið leikinn tóku strákarnir völdin og náðu rúmlega 20 stiga forystu. KR-ingar voru miklu betra liðið í kvöld og unnu sanngjarnan sigur.

Liðið er því komið í undanúrslit þar sem þeir mæta annað hvort Fjölni eða ÍR í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Stigaskor KR í leiknum:  Andrés Ísak Hlynsson 23 stig, Orri Hilmarsson 22, Ólafur Þorri Sigurjónsson 15, Þórir Lárusson 7, Alfonso Gomez Söruson 6, Benedikt Lárusson 5, Danil Krijanofskij 2, Tómas Andri Bjartsson 2, Jakob Breki Ingason 0, Tómas Helgi Baldursson 0.

Úrslitahelgin fer fram 17-19 maí og verður leikið í Grindavík.

Deila þessari grein

Tengdar greinar

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

Úrslitakeppnin í Unglingaflokki karla fer fram um næstu helgi 17-19 maí og verður leikið í Mustad-Höllinni í Grindavík. KR-ingar sigruðu Keflavík/Grindavík

Lesa meir