Körfuknattleiksdeild

KR-ingar sækja Keflvíkinga heim á föstudag

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔11.October 2018

Föstudaginn 12. október klukkan 20:15 mætast KR og Keflavík í Íþróttahúsi Keflavíkur á Sunnubraut í Dominosdeild karla.

Keflvíkingar töpuðu naumlega gegn Njarðvík á útivelli í síðustu umferð og hafa bætt við sig spænskum leikmanni síðan en með þeim leikur Michael Craion sem lék tvö tímabil með okkur í KR. Okkar menn sigruðu Skallagrím á heimavelli í fyrstu umferð og mæta ákveðnir til leiks.

Deila þessari grein