Körfuknattleiksdeild

KR-ingar sækja Þór Þorlákshöfn heim í kvöld

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔09.April 2019

KR og Þór Þorlákshöfn eigast við í undanúrslitum Domionsdeildar Karla og fer leikur 2 fram í Þorlákshöfn í kvöld klukkan 19:15. Rútuferð frá KR í boði Alvogen klukkan 18:00.

Alvogen Ísland koma enn einu sinni sterkir inn í starfið og bjóða KR-ingum rútu til Þorlákshafnar. Einungis 57 sæti eru í boði og fyrstur kemur fyrstur fær. Rútan fer frá KR á slaginu 18:00. Kærar þakkir Alvogen Ísland og áfram KR!

KR-ingar sigruðu í DHL-Höllinni fyrsta leik liðanna og leiða seríuna 1-0, það lið sem fyrst sigrar í þremur leikjum fer í úrslit Domionsdeildar karla 2019.

Mætum og styðjum okkar menn í baráttunni

Deila þessari grein

Tengdar greinar