Körfuknattleiksdeild

KR-ingar stóðu sig vel á Egilsstöðum í 7. flokki

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔02.December 2018

B-lið 7. flokks léku í E-riðli sem fram fór á Egilsstöðum um helgina. Þór Þorlákshöfn mættu ekki en leiknir voru þrír leikir og var hart barist. Strákarnir enduðu í öðru sæti eftir sárt tap gegn Skallagrím/Reykdælum en þrír strákanna komu úr minnibolta 11 ára.

Það voru þeir Ingimar Guðmundsson, Ólafur B Einarsson og Kristinn Vilbergsson sem fóru með strákunum austur og stóðu þeir vel við bakið á sínum mönnum sem gerðu vel í ferðinni.

Fyrsti leikur var gegn Hattarmönnum á laugardag þar sem öruggur sigur var í hús. Á sunnudag léku strákarnir gegn Selfoss og náðu þeir góðum sigri gegn hávöxnum leikmönnum Selfoss með mikilli baráttu. Seinni leikur sunnudagsins var gegn Skallagrím/Reykdælum og eftir að hafa leitt leikinn þá náðu Borgfirðingar að sigla framúr í lokin og sigruðu.

Strákarnir eru reynslunni ríkari eftir góða ferð og nú er að æfa vel fyrir næsta mót sem verður 26-27 Janúar.

Mynd: Strákarnir sem fóru austur á Egilsstaði eftir einn hörkuleikinn

Mynd: Ingimar Guðmundsson stýrði liðinu fyrir austan, hann er hér að fara yfir málin.

Deila þessari grein

Tengdar greinar