Körfuknattleiksdeild

KR-ingar tryggðu sér fjórða sætið með sigri á Valsmönnum

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔12.March 2020

Næst síðasta umferð Dominosdeildar karla hófst í kvöld þar sem KR-ingar sóttu Valsmenn heim í Origo-Höllina. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur með 22 stig í jöfnu liði KR-inga.

KR-ingar skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins og höfðu frumkvæðið í leiknum, þeir komust í 13-22 áður en Valsmenn tóku leikhlé. Valsmenn minnkuðu svo muninn í 22-24 með góðum kafla. KR-ingar voru skrefinu á undan og virkðu á stundum værukærir eftir að hafa ítrekað náð 9-10 stiga forystu.. KR-ingar leiddu í hálfleik 38-43.

Í þriðja leikhluta náðu Valsarar að minnka muninn í 48-49 en Jakob Örn sem var að skjóta boltanum vel í kvöld slökkti í vonum Valsmanna. KR-ingar leiddu 59-68 eftir þrjá leikhluta. KR-ingar náðu í fjórða leikhluta að svara áhlaupum Valsmanna og tryggðu sér fjórða sætið í deildinni með 81-90 sigri.

Vonir Valsmanna um að ná í úrslitakeppnina urðu að engu í kvöld og óvíst um hvert hlutskipti þeirra verður.

Umfjöllun af Karfan.is

Tölfræði leiksins

Næsti leikur KR-inga er í DHL-Höllinni fimmtudaginn 19. mars klukkan 19:15 en þá fer lokaumferðin í Dominosdeildinni fram.

Ingimar Victorsson tók myndir á leiknum

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu er klárt en Brynjar Þór Björnsson mun stýra því. Skráning fer fram á kr.felog.is

Lesa meir