Körfuknattleiksdeild

KR Íslandsmeistarar 2014!

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔03.May 2014
KR Íslandsmeistarar 2014!

KR-ingar eru Íslandsmeistarar í Dominosdeild karla árið 2014 eftir sigur á Grindavík, 79-87 í fjórða leik liðanna í úrslitaseríunni. Martin Hermannsson var stigahæstur með 26 stig en þessi 19 ára piltur var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Leikurinn í gær var jafn og spennandi, líklegast besti leikni leikurinn í seríunni.

lyftHeimamenn í Grindavík ætluðu svo sannarlega að selja sig dýrt og ekki sýna neina gestrisni inn á vellinum. Þeir leiddu lungan af leiknum með nokkura stiga mun en í lokin kom áhlaup strákanna, þeir settu stórar körfur og sigldu þessu heim.  KR hefur sýnt frá fyrsta leik Íslandsmótsins að þetta er besta liðið í deildinni í ár, sumir vlija meina allra tíma (http://karfan.is/read/2014/05/02/ruslatal-nr-19). 

finnurfreyrgullmai2014jboÞað er amk ljóst að stefnan var sett á þennan titil strax þegar Finnur Freyr var ráðinn til starfa fyrir tæpu ári síðan.  Darri Hilmars, Magni og Pavel gengu aftur til liðs við KR og þvílíkur liðsauki. Strax var lögð ofuráhersla á vörnina, því vörnin skilar titla, það hefur hér með verið sannað.  Liðið tapaði einum leik í deildinni í vetur, einum leik í bikar og tveimur í úrslitakeppninni. 39 sigrar og 4 töp. Það er frábær árangur.

MartinHermannssonFinalsMVP2014jboGaman var að fylgjast með Matta Hermanns í vetur, hvernig hann óx við hverja áskorun og sýndi aga og þor á við bestu reynsluboltana í bransanum. Matti kveður nú Stórveldið í bili a.m.k. en hann hyggst komast að í bandaríska háskólakörfuboltanum. Drengurinn er einungis 19 ára og getur náð eins langt og honum lystir til í þessari íþrótt.  Grindvíkingar fá hrós fyrir drengilega leikið einvígi, þeir tefldu fram gríðarlega góðu liði sem barðist fyrir sínu. Gestrisnin í Grindavík og umgjörð leikja þar er til fyrirmyndar.  Leikmenn, þjálfarar og stjórn þakka stuðningsmönnum KR innilega fyrir stuðninginn og samfylgdina í vetur. Hlökkum til að verja titilinn með ykkur á næsta tímabili.

martinhermannssonfagn1mai2014skuliFinnur tolleraðurislm_kr_dominos2014Meistarflokkur aðalmynd 200pt

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar