Körfuknattleiksdeild

KR konur sækja Val heim á morgun í Origo-Höllina

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔02.March 2020

Það er stórslagur í Dominosdeild kvenna á morgun þriðjudaginn 3. mars klukkan 19:15 þegar að Valur tekur á móti KR. Liðin hafa barist hart í vetur og slógu KR konur Val útúr undanúrslitum Bikarkeppninnar á dögunum.

Valskonur geta með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn en KR-konur geta frestað þeim hátíðarhöldum með sigri. Það er klárt að Hildur Björg Kjartansdóttir leikur ekki með KR á morgun en hún er kinnbeinsbrotinn. Það er von að liðið þjappi sér saman og sæki sigur í baráttunni.

Mynd: KR liðið í Laugardalshöllinni 

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020   Körfuboltaskóli KR, er starfræktur á íþróttasvæði félagsins, í Frostaskjóli 2. Þar er boðið upp á öruggt umhverfi

Lesa meir