Körfuknattleiksdeild

KR sækja Hauka heim í Dominosdeild kvenna á miðvikudag

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔08.January 2019

KR konur skelltu sér á topp deildarinnar með góðum sigri á Keflavík í DHL-Höllinni síðasta sunnudag. Næsti leikur er gegn Haukum í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. janúar klukkan 19:15.

Liðin hafa mæst tvívegis og KR sigrað þá báða, Hauka konur hafa fengið liðsstyrk en hollenska landsliðskonan Klaziena Guijt gekk til liðs við Hauka eftir áramót og lék hún sinn fyrsta leik gegn Skallagrím þar sem hún skoraði 16 stig.

Það verður því hart barist í Hafnarfirði á morgun miðvikudag.

Deila þessari grein