Körfuknattleiksdeild

KR sækir Hauka heim í kvöld

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔07.February 2019

Átjanda umferð Dominosdeildar karla hefst í kvöld og leika KR-ingar gegn Haukum í DB Schenkerhöllinni Ásvöllum klukkan 19:15.

KR-ingar eru í 5. sæti í harðri baráttu um topp fjögur sætin og Haukar sem hafa lagt þrjú af topp fimm liðunum undanfarið eru í 9.sæti. Haukar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Liðin mættust í DHL-Höllinni 15.nóvember þar sem KR-ingar sigruðu 97-88 í mjög kaflaskiptum leik.

Deila þessari grein