Körfuknattleiksdeild

KR sigruðu Þór Þorlákshöfn í unglingaflokki

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔13.April 2019

Fyrr í dag mættust KR og Þór Þorlákshöfn í unglingaflokki en sömu lið eigast við í kvöld í undanúrslitum Dominosdeild karla. KR-ingar sigruðu leikinn 111-88 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 54:53. Ólafur Þorri Sigurjónsson var stigahæstur með 30 stig.

Liðin léku fyrr í vetur í Þorlákshöfn þar sem KR sigruðu 53-90 en í dag voru sex leikmenn mættir fyrir Þór og stóðu þeir sig vel. Magnús Breki snéri sig og reyndi að koma aftur inn í leikinn en gat það ekki þannig að Þórsarar spiluðu án skiptimanns stóran part af leiknum.

Gestirnir hófu leikinn af krafti og skoruðu 0-7 áður en KR náðu að komast í gang, KR leiddu 28-17 en síðustu 10 stig fyrsta leikhluta voru gestanna og staðan 28-27 eftir fyrsta leikhluta. KR-ingar voru skrefinu á undan en Þórsarar léku vel og voru aldrei langt undan, staðan í hálfleik 54:53.

Í þriðja leikhluta náðu KR-ingar góðum leik kafla og komust í 11 stiga forystu 69-58. Þórsarar sem voru að skjóta boltanum vel áttu erfitt uppdráttar og KR leiddu. Staðan eftir þrjá leikhluta 86-76. Fjórði leikhluti var eign KR og bensínið búið hjá Þorlákshafnarbúum. KR-ingar voru kraftmeiri en léku engu að síður litla vörn í dag, lokatölur 111-88.

Stigaskor KR í leiknum: Ólafur Þorri Sigurjónsson 30 stig, Orri Hilmarsson 18, Danil krijanofskij 17, Þórir Lárusson 12, Andrés Ísak Hlynsson 11, Benedikt Lársson 9, Tómas A Bjartsson 4, Tómas Helgi Baldursson 3, Jakob Breki Ingason 0.

Strákarnir eru í örðu sæti Íslandsmótsins í unglingaflokki, strákarnir eiga einn leik eftir og það er gegn ÍR.

Mynd: Strákarinir eftir sigurinn á Þór ásamt stuðningsmanni sínum Sigvalda

Deila þessari grein

Tengdar greinar