Körfuknattleiksdeild

KR stelpurnar duttu úr keppni með reisn gegn Valsstúlkum

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔15.April 2019

Fjórði leikur KR og Vals fór fram í kvöld í DHL-Höllinni þar sem Valur tryggði sér sæti í úrslitum Dominosdeildar kvenna með 81-84 sigri í spennandi og skemmtilegum leik. Kiana Johnson var með þrefalda tvennu 21 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar.

KR stelpurnar sem komu uppúr 1. deild kvenna fyrir tímabilið hafa leikið stórkostlega í vetur og hafa heillað KR-inga í allan vetur. Liðið féll út fyrir fyrnasterku Valsliði 1-3 en geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðu sína.

Liðinu var spáð neðsta sæti mótið en fljótlega sýndi liðið að það var mikið í liðið spunnið. KR-liðið er eina liðið sem hefur náð að sigra Valsstúlkur eftir að Helena Sverrisdóttir samdi við liðið og það í tvígang. Nú er bara að sleikja sárin og undirbúa sig strax fyrir næsta tímabil.

Umfjöllun af vísir.is

Umfjöllun af karfan.is

Tölfræði leiksins

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Lokaúrslit hefjast á Þriðjudag KR-ÍR

Lokaúrslit hefjast á Þriðjudag KR-ÍR

Lokaúrslit Dominosdeildar karla hefjast í DHL-Höllinni þriðjudaginn 23.apríl klukkan 19:15 þegar Reykjavíkurfélögin KR og ÍR mætast. Gera má ráð fyrir troðfullu

Lesa meir