Fréttir á KR.is

KR – Stjarnan á sunnudag

📁 Fréttir á KR.is 🕔07.January 2018

Fyrsti heimaleikur mfl kk á nýju ári er á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. Eins og öllum er í fersku minni þá unnu Stjarnan í fyrri umferðinni þannig að ekkert annað en heimasigur er í boði á sunnudaginn. Grillin verða tendruð á slaginu 18:00 og leikurinn hefst 19:15.

Þess má geta að forsala á bikarleikinn gegn Breiðablik næstkomandi miðvikudag verður í anddyri KR fyrir leikinn gegn Stjörnunni á sunnudaginn. Einnig verður forsala í KR heimilinu á þriðjudag frá 17:00 til 19:00.

ANDVIRÐI ALLRA MIÐAR SEM KEYPTIR ERU Í KR HEIMILINU RENNA BEINT TIL DEILDARINNAR OG ÞVÍ MIKILVÆGT AÐ KAUPA MIÐA ÞAR. ATH ANDVIRÐI MIÐASÖLU Á TIX.IS OG VIÐ INNGANG LAUGARSDAGSHALLAR RENNA EKKI TL DEILDARINNAR!

ÁFRAM KR!

Deila þessari grein