Körfuknattleiksdeild

KR – Stjarnan í kvöld klukkan 20:15 í DHL-Höllinni – BBQ frá 18:15

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔06.March 2020

KR-ingar taka móti Stjörnumönnum í DHL-Höllinni í kvöld klukkan 20:15 í 19. umferð Dominosdeildar Karla. BBQ hefst klukkan 18:15.

Baráttan á lokakaflanum er hörð og ekkert gefið eftir. KR-ingar töpuðu illa í fyrri umferðinni gegn Stjörnumönnum. Strákarnir ætla sér sigur í kvöld og þurfa stuðning áhorfenda til að hjálpa sér.

KR-ingar eru í fjórða sætinu jafnir Njarðvík en eiga leikinn í kvöld til góða. Stjörnumenn eru í efsta sætinu og geta farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn með sigri í kvöld.

Fjölmennum á völlinn og hvetjum liðið til sigurs

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu er klárt en Brynjar Þór Björnsson mun stýra því. Skráning fer fram á kr.felog.is

Lesa meir