Körfuknattleiksdeild

KR stúlkur Íslandsmeistarar minnibolta 10 ára

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔12.May 2019

Íslandsmótið í minnibolta 10 ára kvenna fór fram að Ásvöllum um helgina þar sem fjórða og síðasta fjölliðamótið fór fram. Stelpurnar í KR þurftu að vinna alla sína leiki og Keflavík með fjórum stigum eða meira til að verða Íslandsmeistarar.

Á laugardag léku stelpurnar fyrst gegn Skallagrím og sigruðu þær í hörkuleik 18-16. Annar leikur liðsins á laugardag var svo gegn Þór Akureyri og sigruðu okkar dömur leikinn 18-12. Þriðji sigur laugardagsins kom gegn Ármanni en þann leik unnu stelpurnar 42-2.

Á sunnudag léku stelpurnar gegn Grindavík og sigruðu þær 28-14. Keflavík töpuðu gegn Þór Akureyri og því var klárt að síðasti leikur mótsins var hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Okkar dömur voru mjög ákveðnar gegn Keflavík og unnu leikinn 18-6 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.

 Þjálfari liðsins er Maté Dalmay.

Innilega til hamingju með frábæran vetur.

Staðan í MB 10 ára kvenna

Frétt á karfan.is

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

Úrslitakeppnin í Unglingaflokki karla fer fram um næstu helgi 17-19 maí og verður leikið í Mustad-Höllinni í Grindavík. KR-ingar sigruðu Keflavík/Grindavík

Lesa meir