Körfuknattleiksdeild

KR-TV: Beijing Aoshen – KR 101-73 lokatölur.

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔19.December 2009

KR-TV sýnir beint frá fyrri leik Beijing Aoshen og KR í Chengdu í Kína. Leikurinn hefst kl. 07:00 að íslenskum tíma og lýsendur eru Atli Freyr og Lárus Árnason. Smellið á meira til að fá frekari upplýsingar.Smellið á KR merkið á forsíðunni til að tengjast útsendingunni. Okkur þætti vænt um að fá póst á netfangið krsjonvarp@gmail.com ef einhverjir hnökrar eru á sendingunni til Íslands.KR-ingar voru mættir einum og hálfum tíma í íþróttahöllina. Sem betur fer er búið að setja einhverja kyndingu í gang þannig að búningsherbergið er stillt á 15 gráðu hita og í salnum er cirka 10 stiga hiti.Hver leikhluti er 12 mín og leikmenn mega fá 6 villur líkt og í NBA.Staðan er 51-43 í hálfleik. KR-ingar búnir að standa sig gríðarlega vel. Tommy er stigahæstur með 17 stig, Brynjar hefur skorað 12 stig.Leik lokið 101 – 73. Komum inn með grein eftir 1-2 tíma ásamt viðtölum við leikmenn og þjálfara.

Deila þessari grein