Körfuknattleiksdeild

KRb unnu Hött í drengjaflokki

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔10.February 2019

KR b sigruðu Hött frá Egilsstöðum 54-48 í DHL-Höllinni í dag. KR leiddu 30-27 í hálfleik. Óli Gunnar var stigahæstur með 18 stig.

Gestirnir frá Egilsstöðum opnðu leikinn á tveimur þristum en KR komust fljótlega yfir og leiddu 13-12 eftir fyrsta leikhluta.

KR náðu góðu áhlaupi og leiddu 25-17 en barátta Hattar skilaði sér og staðan í hálfleik 30-27.

Höttur komust svo yfir 37-38 en Óli Gunnar skoraði góða körfu í lok leikhlutans og staðan 39-38.

Veigar Már sem hefur verið meiddur smellti niður tveimur þristum í röð og KR komnir í 47-41. Svæðisvörn KR gaf færi á sér og Höttur nýttu sér það og komust yfir 47-48. KR náðu að stela tveimur boltum og fengu góðar körfur upp úr þvi og skoruðu sjö síðustu stig leiksins, lokatölur 54-48.

Stigaskor KR: Óli Gunnar 18, Veigar Már 17, Valur Yngvi 8, Tristan Ari 4, Sævar Þór 4, Daníel Ólafur 2, Ísar Freyr 1.

Stigaskor Hattar: Veinharður 14, Vignir 10, Sævar 8, Atli 6, Helgi 5, Andri 3, Kristinn 2, Andri 0.

Mynd: KR-ingar sérlega léttir eftir sigurinn

Deila þessari grein